Málsnúmer 2025040364
Kynntar tillögur að endurbótum á andapollinum vegna framkvæmda við innilaug Sundlaugar Akureyrar.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda og Ágúst Hafsteinsson arkitekt sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna að áfangaskiptingu og kostnaðargreiningu.