Beint í efni

Málsnúmer 2025040363

Lögð fram tvö minnisblöð. Endurnýjun á hugbúnaði og stýringu á snjóframleiðslukerfi Hlíðarfjalls dagsett 25. mars 2025 og fjölgun á snjógirðingum vegna snjósöfnunar dagsett 31. mars 2025.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli og Jónas Stefánsson svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir endurnýjun á hugbúnaði og stýringu á snjóframleiðslukerfi Hlíðarfjalls og fjölgun á snjógirðingum vegna snjósöfnunar.

Ráðið felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að ganga frá samningum.