Beint í efni

Málsnúmer 2025040263

Atvinnuvegaráðuneyti kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018. Frestur til að skila inn umsögn um frumvarpið rann út 3. apríl sl.

Bæjarráð gerir athugasemd við hversu skammur tími er gefinn til athugasemda og umsagna um fyrirhugaðar breytingar. Mikilvægt er að horft verði sérstaklega til áhrifa frumvarpsins á sveitarfélög landsins og að sveitarstjórnarfólki sé veitt nægt svigrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.