Beint í efni

Málsnúmer 2025040184

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. apríl 2025:

Lögð fram drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir Grænhól - athafnasvæði sem felur í sér að deiliskipulagssvæðið stækkar og útbúin er ný lóð fyrir húsnæði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda.

Þar sem umrætt svæði er í aðalskipulagi skilgreint sem íbúðarsvæði leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.



Til máls tóku Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grænhól verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lögð fram drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir Grænhól - athafnasvæði sem felur í sér að deiliskipulagssvæðið stækkar og útbúin er ný lóð fyrir húsnæði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda.

Þar sem umrætt svæði er í aðalskipulagi skilgreint sem íbúðarsvæði leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.