Málsnúmer 2025031453
Tekin til umræðu hugmynd um vikulegan aðgang að sundlaug fyrir konur af erlendum uppruna sem ekki geta sótt sund með öðrum kynjum vegna menningarlegra ástæðna.
Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur vel í erindið og felur forstöðumanni sundlauga Akureyrar að vinna málið áfram.
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista situr hjá.