Beint í efni

Málsnúmer 2024111438

Lagðar fram til samþykktar endurskoðaðar samþykktir Afrekssjóðs Akureyrarbæjar.

Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.



Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir endurskoðaðar samþykktir.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála fór yfir störf stjórnar Afrekssjóðs í desember 2024 og lagði fram tillögur að heiðursviðurkenningum fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir störf að félags-, íþrótta- og æskulýðsmálum.

Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.



Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar tillögur um heiðursviðurkenningar.

Samkvæmt 3.gr. samþykktar fyrir Afrekssjóð Akureyrarbæjar sitja fimm fulltrúar í stjórn sjóðsins, þrír frá ÍBA og fræðslu- og lýðheilsuráð skipar tvo fulltrúa og skal annar þeirra vera formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs og er hann sjálfskipaður formaður stjórnar. Vegna breytinga í nefndum bæjarins þarf að skipa nýjan fulltrúa fræðslu- og lýðheilsuráðs í stjórn sjóðsins.



Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð tilnefnir Ingu Dís Sigurðardóttur sem nýjan fulltrúa fræðslu- og lýðheilsuráðs í stjórn Afrekssjóðs.