Málsnúmer 2024051764
Lögð fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Eims varðandi gerð fjárfestingaráætlunar og fjárhagslíkans fyrir lífgasframleiðslu úr lífúrgangi af svæðinu í tengslum við EUCF styrkverkefni verkkaupa, styrk EUCF (European City Facility).
Katla Eiríksdóttir verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá honum.
Karen M. Kristjánsdóttir, Head of Energy & Sustainability hjá Eim, mætti á fundinn og kynnti verkefni í tengslum við styrk sem Akureyrarbær hefur hlotið úr European City Facility sjóðnum.
Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar, Katla Eiríksdóttir verkefnastjóri úrgangs- og loftslagsmála og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftslagsmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.
Kynntur styrkur sem Akureyrarbær fékk frá European City Facility til þróunar á fjárfestingum í orkuskiptum.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar því að Akureyrarbær hafi fengið umræddan styrk til þróunar á fjárfestingum í orkuskiptum, í samvinnu við Vistorku, Eim og Líforkuver ehf.