Bæjarstjórn - 3563
- Kl. 16:00 - 16:10
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3563
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirforseti bæjarstjórnar
- Heimir Örn Árnason
- Hlynur Jóhannsson
- Halla Birgisdóttir Ottesen
- Jana Salóme I. Jósepsdóttir
- Gunnar Már Gunnarsson
- Andri Teitsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hulda Elma Eysteinsdóttir
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
1. Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 - endurskoðunarskýrsla
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. apríl 2025:
Lögð fram drög að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings 2024.
Lilja Dögg Karlsdóttir endurskoðandi hjá KPMG sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað undir þessum lið og kynnti skýrsluna.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar endurskoðunarskýrslu til umræðu í bæjarstjórn.
Heimir Örn Árnason kynnti.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl
2. Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 - síðari umræða
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. apríl 2025:
Liður 1 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 15. apríl 2025:
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. apríl 2025:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2024.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG fundinn undir þessum lið.
Bæjarfulltrúinn Halla Björk Reynisdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti ársreikning.
Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Heimir Örn Árnason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Hjaltason, Finnur Aðalbjörnsson, Andri Teitsson og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi bæjarins fyrir árið 2024 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ásthildur Sturludóttir kynnti.Ársreikningur Akureyrarbæjar er borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
3. Undirhlíð - breyting á deiliskipulagi Holtahverfis norður
Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. apríl 2025:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður vegna breytinga á Undirhlíð og stígum í nágrenni við Hlíðarbraut var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 12/2010 um mitt ár 2023. Sex athugasemdir bárust ásamt umsögn frá Minjastofnun Íslands. Afgreiðsla málsins að lokinni auglýsingu tafðist þar sem farið var í vinnu við að uppfæra umferðarforsendur og í framhaldinu endurskoða hávaðakortlagningu.
Er nú lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dagsett 19. mars 2025 sem varðar kortlagningu hljóðvistar á svæðinu. Jafnframt er lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að umsögn um efni innkominna athugasemda.
Í ljósi þess að meira en ár er liðið frá því að athugasemdafrestur rann út leggur skipulagsráð til að tillaga að breytingu svæðisins verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir mótvægisaðgerðum í tengslum við hljóðvist sem fram koma í minnisblaði Eflu. Skipulagsráð samþykkir jafnframt tillögu skipulagsfulltrúa að umsögn um athugasemdir sem bárust þegar breytingin var auglýst árið 2023.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista vék af fundi undir þessum lið.
Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að tillaga að deiliskipulagsbreytingu Holtahverfis norður verði auglýst að nýju með breytingum sem fela í sér mótvægisaðgerðir í tengslum við hljóðvist. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt framlagða tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust þegar breytingin var auglýst 2023.
Fylgiskjöl
4. Undirhlíð - breyting á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts
Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. apríl 2025:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts vegna breytinga á Undirhlíð sem var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 12/2010 um mitt ár 2023. Sex athugasemdir bárust ásamt umsögn frá Minjastofnun Íslands. Afgreiðsla málsins að lokinni auglýsingu tafðist þar sem farið var í vinnu við að uppfæra umferðarforsendur og í framhaldinu endurskoða hávaðakortlagningu. Er nú lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dagsett 19. mars 2025 sem varðar kortlagningu hljóðvistar á svæðinu. Jafnframt er lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að umsögn um efni innkominna athugasemda.
Í ljósi þess að meira en ár er liðið frá því að athugasemdafrestur rann út leggur skipulagsráð til að tillaga að breytingu svæðisins verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir mótvægisaðgerðum í tengslum við hljóðvist sem fram koma í minnisblaði Eflu. Skipulagsráð samþykkir jafnframt tillögu skipulagsfulltrúa að umsögn um athugasemdir sem bárust þegar breytingin var auglýst árið 2023.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt. Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista vék af fundi undir þessum lið.
Andri Teitsson kynnti.Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að deiliskipulagsbreytingu Stórholts - Lyngholts verði auglýst að nýju með breytingum sem fela í sér mótvægisaðgerðir í tengslum við hljóðvist. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt framlagða tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust þegar breytingin var auglýst 2023.
Fylgiskjöl
5. Útivistarstígar við Klettaborgir - umsókn um framkvæmdaleyfi
Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 30. apríl 2025:
Lögð fram umsókn umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 19. mars 2025 um framkvæmdaleyfi fyrir gerð útivistarstíga/slóða sem tengja saman Klettaborg, Hrafnabjörg, Kringlumýri og Kambsmýri. Er gert ráð fyrir um 1,2 m breiðum sallastíg.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en telur að gera þurfi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og merkja inn leiðirnar sem útivistarstíga. Leggur ráðið til að bæjarstjórn samþykki lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi erindi.
Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.Bæjarstjórn samþykkir að kynna lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi erindi.
Fylgiskjöl
6. Skýrsla bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 25. og 30. apríl 2025
Bæjarráð 16. og 30. apríl 2025
Fræðslu- og lýðheilsuráð 9. og 16. apríl 2025
Skipulagsráð 30. apríl 2025
Umhverfis- og mannvirkjaráð 15. apríl 2025
Velferðarráð 9. og 23. apríl 2025
Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/stjornskipulag/fundargerdir