Bæjarráð - 3887
- Kl. 08:15 - 10:51
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3887
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttirvaraformaður
- Hlynur Jóhannsson
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2024
Málsnúmer 2024090414Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2024.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG fundinn undir þessum lið.
Bæjarfulltrúinn Halla Björk Reynisdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fylgiskjöl
Hjúkrunarheimili - nýbygging
Málsnúmer 2023011165Lagt fram að nýju samkomulag við félags- og húsnæðismálaráðuneytið um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Akureyri fyrir allt að 80 rými. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 21. nóvember 2024.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Akureyri og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.
Móahverfi - útboð lóða 2. áfangi
Málsnúmer 2024070764Liður 19 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. apríl 2025:
Lagðir fram uppfærðir útboðsskilmálar fyrir lóðir í 2. áfanga Móahverfis. Um er að ræða skilmálar fyrir 20 einbýlishúsalóðir sem ekki fóru út í síðasta útboði. Hafa skilmálar verið uppfærðir til samræmis við breytingu á gjaldskrá gatnagerðar- og byggingarréttargjalda sem tók gildi 10. febrúar 2025.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðir í 2. áfanga Móahverfis sem ekki hafa gengið út verði auglýstar að nýju til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála.
Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að lóðir í 2. áfanga Móahverfis sem ekki hafa gengið út verði auglýstar að nýju til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála.
Fylgiskjöl
Mannréttindaviðurkenning Akureyrarbæjar 2025
Málsnúmer 2025030334Farið verður yfir tilnefningar til mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar 2025.
Birna Eyjólfsdóttir forstöðumaður mannauðsmála og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssvið sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð fór yfr framlagðar tilnefningar og ákvað hverjir hljóti mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar 2025 og felur formanni bæjarráðs að sjá um afhendingu viðurkenninganna á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.
Eining- Iðja - samkomulag vegna sumarvinnu 17 ára ungmenna 2025
Málsnúmer 2025040242Kynnt tillaga að samkomulagi við Einingu-Iðju um fyrirkomulag vinnuskóla fyrir 17 ára ungmenni sumarið 2025.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að samkomulagi við Einingu-Iðju.
Fylgiskjöl
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2025
Málsnúmer 2025040229Erindi dagsett 13. mars 2025 frá Valgeiri Magnússyni framkvæmdastjóra f.h. stjórnar SÍMEY þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni aðal- og varamann, karl og konu, í stjórn SÍMEY til næstu tveggja ára. Jafnframt er boðað til ársfundar fimmtudaginn 22. maí kl. 13:00.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð tilnefnir Höllu Margréti Tryggvadóttur sem aðalmann í stjórn SÍMEY og Hlyn Má Erlingsson til vara. Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.
Fylgiskjöl
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningmanna kjarasamningur 2024-2028
Málsnúmer 2025020307Kynning á nýgerðum kjarasamningi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki vegna málsins og felur sviðsstjórum mannauðssviðs og fjársýslusviðs að vinna viðaukann og leggja fyrir bæjarráð.
Fylgiskjöl
Félag íslenskra hljómlistarmanna kjarasamningur 2024-2028
Málsnúmer 2024111548Kynnt breyting á kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag hljómlistarmanna.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki vegna málsins og felur sviðsstjórum mannauðssviðs og fjársýslusviðs að vinna viðaukann og leggja fyrir bæjarráð.
Fylgiskjöl
Sigurhæðir - útleiga húsnæðis 2025
Málsnúmer 2025031259Lagður fram til samþykktar samningur um fjögurra ára framlengingu á leigu Sigurhæða til félagsins Flóru menningarhúss ehf. Flóra hefur haft húsið til afnota samkvæmt samningi síðustu fjögur ár en samkvæmt honum er heimilt að framlengja húsaleiguna um fjögur ár til viðbótar. Jafnframt er tekinn fyrir samningur um sérstakan stuðning við starfsemi í húsinu árið 2025.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og menningarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.Bæjarráð samþykkir samning um fjögurra ára framlengingu á leigu Sigurhæða til Flóru menningarhúss ehf. Jafnframt samþykkir bæjarráð 2ja milljón króna sérstakan stuðning við starfsemi í húsinu á árinu 2025.
Fylgiskjöl
Laxdalshús - útleiga 2025
Málsnúmer 2025031267Lagður fram til samþykktar samningur um tveggja ára framlengingu á leigu Laxdalshúss til Majó ehf. sem haft hefur húsið til afnota síðustu fjögur ár. Samkvæmt viðmiðunarreglum um afnot af Laxdalshúsi, Friðbjarnarhúsi og Gudmands Minde eru húsin leigð út til fjögurra ára í senn og að þeim tíma liðnum er heimilt að framlengja samninga um tvisvar sinnum tvö ár. Hámarks leigutími er þannig átta ár.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og menningarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.Bæjarráð samþykkir samning um tveggja ára framlengingu á leigu Laxdalshúss til Majó ehf.
Fylgiskjöl
Heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs 2025
Málsnúmer 2025040289Rætt um mögulegar heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs en þær eru veittar einstaklingum sem þykja hafa lagt mikið til menningar- og félagsmála í bænum. Tilkynnt er um viðurkenningarnar á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og menningarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að heiðursviðurkenningum en tilkynnt verður um valið á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.
NIS2 tilskipun - kynning
Málsnúmer 2025031594Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og menningarsviðs kynnti nýja Evróputilskipun NIS2 um net- og upplýsingaöryggi.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustu- og menningarsviðs að kortleggja betur stöðu bæjarins gagnvart tilskipuninni og eftir atvikum leggja fyrir bæjarráð tillögur að aðgerðum í net- og upplýsingaöryggismálum.
Samstarf sveitarfélaga á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar
Málsnúmer 2025040111Lagt fram erindi frá Norðurþingi dagsett 2. apríl 2025 þar sem leitað er eftir samstarfi sveitarfélaga á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum um málið.
Fylgiskjöl
Landskerfi bókasafna hf. - aðalfundur 2025
Málsnúmer 2022030931Erindi dagsett 2. apríl 2025 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 6. maí nk. kl. 14:00 í húsakynnum félagsins að Katrínartúni 4 í Reykjavík.
Bæjarráð felur Kristjönu Hreiðarsdóttur aðalbókara hjá Akureyrarbæ að fara með umboð bæjarins á fundinum.
Fylgiskjöl
Styrktarsjóður EBÍ 2025
Málsnúmer 2025040138Erindi dagsett 2. apríl 2025 frá Önnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra f.h. Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands (EBÍ) varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2025.
Aðildarsveitarfélag sendir aðeins inn eina umsókn og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Vakin er athygli á því að í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð. Umsóknarfrestur er til aprílloka.Bæjarráð hvetur ráð og svið bæjarins til að skoða verkefni sem falla undir reglur sjóðsins og senda tillögur til bæjarstjóra fyrir 25. apríl nk.
Fylgiskjöl
Nýjar samþykktir EBÍ
Málsnúmer 2025040193Lagt fram erindi dagsett 2. apríl 2025 frá Önnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra til aðildarsveitarfélaga Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands (EBÍ). Í erindinu er upplýst um að á aukafundi fulltrúaráðs þann 19. mars sl. voru samþykktar nýjar samþykktir fyrir EBÍ.
Aðal breytingin sem lýtur að aðildarsveitarfélögum EBÍ er að nú eiga öll aðildarsveitarfélög að kjósa í fulltrúaráð félagsins að loknum sveitarstjórnarkosningum. Áður voru þetta bæir og héraðsnefndir.Fylgiskjöl
Fundargerð aukafundar fulltrúaráðs EBÍ
Málsnúmer 2025040194Lögð fram til kynningar fundargerð aukafundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands sem haldinn var 19. mars sl.
Fylgiskjöl
Fundargerðir öldungaráðs
Málsnúmer 2023050173Lögð fram til kynningar fundargerð 45. fundar öldungaráðs sem haldinn var 25. mars 2025.
Fylgiskjöl
Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2025
Málsnúmer 2022031302Lögð fram til kynningar fundargerð 308. stjórnarfundar Norðurorku hf. sem fram fór 25. mars 2025.
Fylgiskjöl
Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald
Málsnúmer 2025040263Atvinnuvegaráðuneyti kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018. Frestur til að skila inn umsögn um frumvarpið rann út 3. apríl sl.
Bæjarráð gerir athugasemd við hversu skammur tími er gefinn til athugasemda og umsagna um fyrirhugaðar breytingar. Mikilvægt er að horft verði sérstaklega til áhrifa frumvarpsins á sveitarfélög landsins og að sveitarstjórnarfólki sé veitt nægt svigrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Tillaga til þingsályktunar um fasta starfstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri , 41. mál
Málsnúmer 2025031541Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. mars 2025 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri, 41. mál 2025.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist í gegnum umsagnagátt Alþingis: umsagnir.althingi.is. eigi síðar en 10. apríl nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/156/41/?ltg=156&mnr=41
Bæjarráð Akureyrar telur afar brýnt að mál þetta nái fram að ganga. Hagsmunir bráðveikra eru í húfi, einnig fólks í lífsháska, á láði sem legi. Ört vaxandi athafnasemi á hafsvæðinu norður af Íslandi mun væntanlega knýja Landhelgisgæsluna - og það fyrr en síðar - til að sinna þessu mikilvæga hafflæmi sem aldrei fyrr. Þyrla á Akureyri gæti gegnt þar lykilhlutverki, bæði hvað varðar viðbragð og eftirlit.
Frumvarp til laga um Verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni), 268. mál
Málsnúmer 2025040195Lagt fram til kynningar erindi dagsett 3. apríl 2025 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni), 268. mál 2025.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23.apríl í gegnum umsagnagátt Alþingis: umsagnir.althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/156/268/?ltg=156&mnr=268