Stjórn Akureyrarstofu - 300
- Kl. 08:15 - 11:40
- Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
- Fundur nr. 300
Nefndarmenn
- Hilda Jana Gísladóttirformaður
- Anna Fanney Stefánsdóttir
- Sigfús Arnar Karlsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Finnur Sigurðsson
- Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu
Viðburða- og vöruþróunarsjóður
Málsnúmer 2020050658Lagðar fram til samþykktar tillögur úthlutunarnefndar um styrki úr viðburða- og þróunarsjóði. Samtals bárust 72 umsóknir með styrkbeiðnir að upphæð 41.948.453 kr.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögur úthlutunarnefndar. Alls hljóta 46 verkefni styrki að upphæð 14.133.000 samtals. Yfirlit yfir verkefnin má sjá í meðfylgjandi fylgiskjali en þau eru af mjög fjölbreyttum toga á sviðum ferðaþjónustu, menningarstarfs og íþrótta og útivistar.
Fylgiskjöl
Ferðamálafélag Hríseyjar - beiðni um niðurgreiðslu fargjalda í ferjuna í sumar
Málsnúmer 2020050123Tekið fyrir að nýju erindi frá Ferðamálafélagi Hríseyjar þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær styrki félagið með því að niðurgreiða fjargjöld í Hríseyjarferjuna fyrir allt að einn mánuð í sumar. Erindið var áður á dagskrá stjórnar þann 14. maí sl.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja Ferðamálafélag Hríseyjar um allt að tvær milljónir króna til niðurgreiðslu fargjalda.
Fylgiskjöl
Iðnaðarsafnið á Akureyri
Málsnúmer 2004050105Lagður fram til samþykktar samningur við Iðnaðarsafnið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlögð drög með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum.
Akureyrarstofa - skjalastefna og staða skjalamála
Málsnúmer 2020050251Lögð fram til kynningar ný skjalastefna Akureyrarbæjar ásamt verklagsreglum. Einnig yfirlit yfir stöðu skjalamála hjá Akureyrarstofu.
Fylgiskjöl
Barnamenningarsjóður Íslands
Málsnúmer 2020060313Kynnt úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands 2020 en tvö verkefni á Akureyri fengu styrki.
Listasafnið á Akureyri fékk styrk að upphæð 1 m.kr. til verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna sem unnið er í samstarfi Akureyrarstofu, Lilýjar Erlu Adamsdóttur, Ninnu Þórarinsdóttur og Sigríðar Ellu Frímannsdóttur.
Þá fékk verkefnið Úti er ævintýri - læsishvetjandi ratleikur styrk að upphæð 1,8 m.kr.. Íris Hrönn Kristinsdóttir leiðir verkefnið í samstarfi við Bókasafn Háskólans á Akureyri, Miðstöð skólaþróunar við
Háskólann á Akureyri, Amtsbókasafnið á Akureyri, Barnabókasetur, fræðslusvið Akureyrarbæjar, Skógræktarfélag Eyfirðinga og Vinnuskóla Akureyrarbæjar.Stjórn Akureyrarstofu fagnar eflingu barnamenningar á Íslandi og þeim styrkjum sem umrædd verkefni fengu.
Fylgiskjöl
Stjórn MN
Málsnúmer 2020060312Lagðar fram til kynningar upplýsingar um nýkjörna stjórn Markaðsstofu Norðurlands sem kosin var á aðalfundi þann 26. maí sl.
Fylgiskjöl