• Kl. 08:15 - 11:28
  • Fundarherbergi UMSA
  • Fundur nr. 183

Nefndarmenn

    • Brynja Hlíf Þorsteinsdóttirformaður
    • Bjarney Sigurðardóttirvaraformaður
    • Þórhallur Harðarson
    • Ingimar Eydal
    • Hilda Jana Gísladóttir
    • Halla Birgisdóttir Ottesenáheyrnarfulltrúi
    • Ólafur Kjartanssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
    • Brynjar Hólm Grétarssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Unnar Jónsson S-lista mætti í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.
  • Kynning á ársreikningi 2024 - fjárhagsáætlunarferli vegna 2026-2029 í fagráðum

    Málsnúmer 2025040368

    Kynning á ársreikningi 2024 - fjárhagsáætlunarferli og niðurstaða.

    Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar kynnti.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

  • Boginn - lýsing

    Málsnúmer 2023020043

    Lagt fram minnisblað dagsett 10. apríl 2025 vegna opnunar tilboða í lýsingu í Boganum. Sjö tilboð bárust frá fimm aðilum.

    Elmar Arnarson rafiðnfræðingur frá Raftákni sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs frá Rönning - tilboð eitt (THORN LIGHTNING) og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá samningi.

  • Hlíðarfjall - snjóframleiðslukerfi og snjósöfnun

    Málsnúmer 2025040363

    Lögð fram tvö minnisblöð. Endurnýjun á hugbúnaði og stýringu á snjóframleiðslukerfi Hlíðarfjalls dagsett 25. mars 2025 og fjölgun á snjógirðingum vegna snjósöfnunar dagsett 31. mars 2025.

    Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli og Jónas Stefánsson svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir endurnýjun á hugbúnaði og stýringu á snjóframleiðslukerfi Hlíðarfjalls og fjölgun á snjógirðingum vegna snjósöfnunar.

    Ráðið felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að ganga frá samningum.

  • Grassláttur og hirðing 2025-2026

    Málsnúmer 2025040360

    Lagt fram minnisblað dagsett 11. apríl 2025 vegna opnunar tilboða í grasslátt og hirðingu 2025-2026. Þrjú tilboð bárust í Opin svæði og Nausta- og Hagahverfi. Tvö tilboð bárust í Stofnanalóðir.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Adda Tryggva ehf. í Nausta og Hagahverfi og LF123 ehf. í Opin svæði og Stofnanalóðir.

    Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá samningum.

    Fylgiskjöl
  • Móahverfi - göngubrú

    Málsnúmer 2024120983

    Lögð fram niðurstaða opnun tilboða í göngubrú, Móahverfi. Fimm tilboð bárust.

    Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda SS Byggi ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá samningi.

    Fylgiskjöl
  • Samningur um vöktun á urðunarstað Glerárdal

    Málsnúmer 2018120030

    Lagt fram minnisblað dagsett 10. mars 2025 vegna verðkönnunar á vöktun á urðunarstað Glerárdal. Tvö tilboð bárust.

    Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs ÍSOR ehf.

    Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá samningi.

    Fylgiskjöl
  • European City Facility - samningur við Eim

    Málsnúmer 2024051764

    Lögð fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Eims varðandi gerð fjárfestingaráætlunar og fjárhagslíkans fyrir lífgasframleiðslu úr lífúrgangi af svæðinu í tengslum við EUCF styrkverkefni verkkaupa, styrk EUCF (European City Facility).

    Katla Eiríksdóttir verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá honum.

  • Krossanesborgir - vöktun fuglalífs

    Málsnúmer 2025040361

    Lagt fram minnisblað dagsett 9. apríl 2025. Tilboð Náttúrufræðistofnunar Íslands á vöktun fuglalífs í Krossanesborgum.

    Katla Eiríksdóttir verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá honum.

    Fylgiskjöl
  • Söfnun á textíl á Norðausturlandi

    Málsnúmer 2022110167

    Lagður fram samstarfssamningur við sveitarfélög á Eyjafjarðasvæðinu um samnýtingu flutnings textíls af svæðinu.

    Katla Eiríksdóttir verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

  • Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar 2022-2030

    Málsnúmer 2022060764

    Lagt fram minnisblað dagsett 10. apríl 2025. Umhverfis- og loftslagsstefna - verkefni ársins 2025.

    Katla Eiríksdóttir verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið og kynntu verkefnið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

    Fylgiskjöl
  • Andapollur - endurbætur

    Málsnúmer 2025040364

    Kynntar tillögur að endurbótum á andapollinum vegna framkvæmda við innilaug Sundlaugar Akureyrar.

    Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda og Ágúst Hafsteinsson arkitekt sátu fundinn undir þessum lið.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna að áfangaskiptingu og kostnaðargreiningu.