• Kl. 08:15 - 10:04
  • Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 443

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirformaður
    • Þórhallur Jónsson
    • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
    • Sóley Björk Stefánsdóttir
    • Jón Hjaltason
    • Sunna Hlín Jóhannesdóttiráheyrnarfulltrúi
    • Sindri S. Kristjánssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Pétur Ingi Haraldssonskipulagsfulltrúi
    • Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
    • Olga Margrét Kristínard. Cilialögfræðingur
    • Einar Sigþórssonverkefnastjóri skipulagsmála
    • Steinunn Karlsdóttirfundarritari
Heimir Örn Árnason D-lista sat fundinn í forföllum Þórhalls Jónssonar. Grétar Ásgeirsson B-lista sat fundinn í forföllum Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur. Jóhann Jónsson S-lista sat fundinn í forföllum Sindra S. Kristjánssonar. Í upphafi fundar leitaði formaður skipulagsráðs afbrigða frá útsendri dagskrá og bað um að bætt yrði við nýjum dagskrárlið, 20. lið sem fjallar um aðalskipulagsbreytingu vegna þróunar byggðar í Vaðlaheiði. Var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
  • Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - ákvörðun um endurskoðun

    Málsnúmer 2022090355

    Lögð fram drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem unnin er á grunni lýsingar sem kynnt var frá 6. nóvember til 4. desember 2024. Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að uppfæra stefnu aðalskipulagsins byggt á reynslu af þróun uppbyggingar frá því að skipulagið tók gildi fyrir um sjö árum síðan. Ekki er um að ræða verulega breytingu á stefnu um landnotkun sveitarfélagsins heldur er eingöngu verið að safna saman nokkrum breytingum sem talin er þörf á að gera miðað við reynslu undanfarinna ára.

    Skipulagsráð samþykkir að kynna fyrirliggjandi drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingum til samræmis við umræður á fundi.



    Jón Hjaltason óflokksbundinn óskar bókað:

    Ánægjuefni við þessa uppfærslu aðalskipulags eru t.d.; lífsgæðakjarni í Hagahverfi, slökkvistöð vel valinn staður og möguleg uppbygging íbúða norðan Krossaness. Hins vegar stefnir í óefni á tjaldsvæðisreitnum þar sem gert er ráð fyrir tiltölulega einhæfri blokkarbyggð - tólf blokkir alls - í hverfi þar sem hvergi finnst ein einasta blokk. Einkalóðir þar eru að heita má engar en hins vegar fjöldi sameignarlóða eins og tíðkast við blokkir annars staðar á Akureyri sem hafa ekki þótt gefa ýkja góða raun.



    Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

    Ég samþykki að þessi drög að breytingu aðalskipulags verði kynnt en bendi á að lausn á samgöngustíg frá Skarðshlíð er alls ekki góð og leggur mikinn krók á leið gangandi og hjólandi umferðar.

  • Gleráreyrar 6-8 - aðalskipulagsbreyting

    Málsnúmer 2024040964

    Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem nær til svæðis sem afmarkast af götunum Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins breytist í miðsvæði þar sem auk uppbyggingar verslunar- og þjónustu verði heimilt að byggja allt að 250 íbúðir. Þá er einnig gert ráð fyrir jöfnunarstöð strætó á svæði milli Borgarbrautar og Glerár á um 0,2 ha svæði og lega stofnstígar breytist. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum auk umsagna frá Norðurorku, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.

    Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

    Fylgiskjöl
  • Jöfnunarstoppistöð - breyting á deiliskipulagi Glerár

    Málsnúmer 2024120340

    Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Glerár, frá stíflu til sjávar. Breytingin felur í sér að skilgreind er ný jöfnunarstoppistöð norðan Glerártorgs ásamt ýmsum breytingum á stígum, stofnstígum, göngum, brúm o.fl. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum á kynningartíma auk umsagna frá Norðurorku og Minjastofnun.

    Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fyrir liggur umsögn frá umhverfis- og mannvirkjasviði um efni innkominna athugasemda og umsagna.

    Fylgiskjöl
  • Gleráreyrar 2-10 - deiliskipulagsbreyting

    Málsnúmer 2024091103

    Lögð fram að nýju, tillaga að breytingu á deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráreyrum þar sem afmarkaðar eru 5 lóðir syðst á skipulagssvæðinu fyrir blandaða byggð íbúða og verslunar- og þjónustu. Eru húsin á bilinu 6 til 9 hæðir og er í öllum tilvikum gert ráð fyrir bílastæðahúsi á jarðhæð og atvinnustarfsemi á næstu tveimur hæðum þar fyrir ofan. Er gert ráð fyrir að íbúðir geti verið allt að 120 talsins.

    Með tillögunni er verið að gjörbreyta forsendum landnotkunar svæðisins og telur skipulagsráð nauðsynlegt að stækka skipulagsmörk breytingarinnar þannig að þau nái yfir alla lóð Glerártorgs og að farið verði í heildarendurskoðun umferðarskipulags á svæðinu, með áherslu á gangandi og hjólandi vegfarendur. Er afgreiðslu því frestað.



    Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Grétar Ásgeirsson B-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.



    Grétar Ásgeirsson B-lista vék af fundi undir þessum lið.

    Fylgiskjöl
  • Hlíðarfjall - breyting á deiliskipulagi vegna sleðabrautar

    Málsnúmer 2024021058

    Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls sem felst í að skipulagssvæðið stækkar um 8,6 ha til austurs og afmörkuð er lóð með byggingarreit fyrir sleðabraut frá bílastæði norðan Skíðastaða og niður hlíðina til austurs. Auk sleðabrautar er gert ráð fyrir tveimur allt að 30 fm þjónustuhúsum.

    Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgiskjöl
  • Undirhlíð - breyting á deiliskipulagi Holtahverfis norður

    Málsnúmer 2022100752

    Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður vegna breytinga á Undirhlíð og stígum í nágrenni við Hlíðarbraut var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 12/2010 um mitt ár 2023. Sex athugasemdir bárust ásamt umsögn frá Minjastofnun Íslands. Afgreiðsla málsins að lokinni auglýsingu tafðist þar sem farið var í vinnu við að uppfæra umferðarforsendur og í framhaldinu endurskoða hávaðakortlagningu.

    Er nú lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dagsett 19. mars 2025 sem varðar kortlagningu hljóðvistar á svæðinu. Jafnframt er lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að umsögn um efni innkominna athugasemda.

    Í ljósi þess að meira en ár er liðið frá því að athugasemdafrestur rann út leggur skipulagsráð til að tillaga að breytingu svæðisins verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir mótvægisaðgerðum í tengslum við hljóðvist sem fram koma í minnisblaði Eflu. Skipulagsráð samþykkir jafnfram tillögu skipulagsfulltrúa að umsögn um athugasemdir sem bárust þegar breytingin var auglýst árið 2023.



    Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.



    Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista vék af fundi undir þessum lið.

    Fylgiskjöl
  • Undirhlíð - breyting á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts

    Málsnúmer 2022100792

    Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts vegna breytinga á Undirhlíð var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 12/2010 um mitt ár 2023. Sex athugasemdir bárust ásamt umsögn frá Minjastofnun Íslands. Afgreiðsla málsins að lokinni auglýsingu tafðist þar sem farið var í vinnu við að uppfæra umferðarforsendur og í framhaldinu endurskoða hávaðakortlagningu.

    Er nú lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dagsett 19. mars 2025 sem varðar kortlagningu hljóðvistar á svæðinu. Jafnframt er lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að umsögn um efni innkominna athugasemda.

    Í ljósi þess að meira en ár er liðið frá því að athugasemdafrestur rann út leggur skipulagsráð til að tillaga að breytingu svæðisins verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir mótvægisaðgerðum í tengslum við hljóðvist sem fram koma í minnisblaði Eflu. Skipulagsráð samþykkir jafnfram tillögu skipulagsfulltrúa að umsögn um athugasemdir sem bárust þegar breytingin var auglýst árið 2023.



    Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.



    Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista vék af fundi undir þessum lið.

    Fylgiskjöl
  • Fiskitangi - deiliskipulagsbreyting

    Málsnúmer 2024010498

    Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár. Í breytingunni felst að lóð Fiskitanga 2 stækkar og er þar afmarkaður byggingarreitur fyrir allt að 1.200 fm vélageymslu. Þá breytist afmörkun lóðarinnar Fiskitangi 4 auk þess sem hætt er við breytingar á Hjalteyrargötu.

    Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er skipulagsfulltrúa falið að óska eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs, Norðurorku, Vegagerðarinnar og lóðarhafa Fiskitanga 2 og 4.

    Fylgiskjöl
  • Húsnæðisúrræði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda

    Málsnúmer 2023100306

    Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 26. mars 2025:

    Lagt fram minnisblað dagsett 26. mars 2025 um stöðu málaflokksins. Halldóra K. Hauksdóttir forstöðumaður og Ísak Herner Konráðsson félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

    Velferðarráð tekur vel í erindið og framtíðarsýn þess er varðar búsetu fyrir fólk með fjölþættan vanda. Ráðið felur skipulagssviði að skipuleggja þessar fimm lóðir sem fram koma í minnisblaðinu, mikilvægt er að vera með fullklárað og fjölbreytt lóðaframboð hverju sinni fyrir húsnæði af þessu tagi. Ráðið felur einnig UMSA að vinna málið áfram og óskar eftir að horft verði til þeirrar vinnu sem fram hefur farið hjá Reykjavíkurborg um hagkvæmt húsnæði. Mikilvægt er að horft verði til þessarar framtíðarsýnar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

    Skipulagsráð hefur undanfarið unnið að undirbúningi skipulagsgerðar á nokkrum stöðum innan Akureyrarbæjar fyrir húsnæði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Er stefnt að því að skipulag fyrir a.m.k. 3 svæði verði kynnt á næstunni auk þess sem 1-2 svæði gætu bæst við síðar.

  • Síðubraut - deiliskipulagsbreyting vegna smáhýsa

    Málsnúmer 2025040184

    Lögð fram drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir Grænhól - athafnasvæði sem felur í sér að deiliskipulagssvæðið stækkar og útbúin er ný lóð fyrir húsnæði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda.

    Þar sem umrætt svæði er í aðalskipulagi skilgreint sem íbúðarsvæði leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Baldursnes - deiliskipulagsbreyting vegna smáhýsa

    Málsnúmer 2025040185

    Lögð fram drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir Krossaneshaga - A-áfanga sem felur í sér að útbúin er ný lóð fyrir húsnæði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda.

    Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

    Fylgiskjöl
  • Hlíðarfjallsvegur - deiliskipulagsbreyting vegna smáhýsa

    Málsnúmer 2024120316

    Lögð fram drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir Virkjun á Glerárdal sem felur í sér að útbúin er ný lóð fyrir húsnæði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda.

    Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi og að hún verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

    Fylgiskjöl
  • Hesjuvellir - breyting á lóðum

    Málsnúmer 2025021108

    Erindi dagsett 23. febrúar 2025 þar sem að Jóhannes Már Jóhannesson f.h. Vallabúsins ehf. óskar eftir að tekin verði út ný spilda úr landi Hesjuvalla.

    Skipulagsráð tók málið fyrir á 441. fundi sínum þar sem málinu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir frekari upplýsingum varðandi aðkomu að lóðinni. Meðfylgjandi eru umsóknargögn auk tölvupóstsamskipta milli skipulagsfulltrúa og umsækjanda.

    Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um að tenging að nýrri lóð verði frá núverandi tengingu inn að Hesjuvöllum og um land jarðarinnar að nýrri lóð.

    Fylgiskjöl
  • Höfðahlíð 2 - ósk um framkvæmdafrest

    Málsnúmer 2025040210

    Erindi dagsett 4. apríl 2025 þar sem Björn Þór Guðmundsson f.h. BF Bygginga ehf óskar eftir framlengdum fresti til framkvæmda á lóð Höfðahlíðar 2 um tvo mánuði. Skipulagsráð hefur tvisvar veitt frest í þessu máli, fyrst út júlí 2024 og svo til 1. maí 2025.

    Skipulagsráð samþykkir erindið.

  • Heiðarlundur 5G - ósk um garðskúr á lóðamörkum

    Málsnúmer 2025031135

    Erindi dagsett 21. mars 2025 þar sem að Guðmundur Smári Gunnarsson óskar eftir að fá að reisa garðhús á lóðamörkum.

    Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og telur að um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi sé að ræða að ekki sé þörf á breytingu, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgiskjöl
  • Baldursnes 9 - umsókn um lóð

    Málsnúmer 2025040220

    Erindi dagsett 4. apríl 2025 þar sem T21 ehf. sækir um lóð nr. 9 við Baldursnes þar sem áform eru um að byggja samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

    Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

  • Eyrarvegur 7A - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 1

    Málsnúmer 2025031358

    Liður 4 í fundargerð afgreiðslufundar byggingafulltrúa dagsettri 27. mars 2025:

    Erindi dagsett 25. mars 2025 þar sem Kári Magnússon f.h. Önnu Kristjönu Helgadóttur sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu við hús nr. 7A við Eyrarveg. Innkomin gögn eftir Kára Magnússon.

    Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

    Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum Eyrarvegar 9, 7, 5 og 5a. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

    Fylgiskjöl
  • Óshólmanefnd 2022 - 2026

    Málsnúmer 2022080342

    Á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs 4. febrúar 2025 var tekin fyrir fundargerð óshólmanefndar frá 16. október 2024. Var bókað að vísa liðum 2 og 3 í fundargerðinni til skipulagsráðs.

    Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir upplýsingum vegna 2. liðar frá Landsneti um frágang svæðisins og vera í samstarfi við umhverfis- og mannvirkjasvið vegna 3. liðar.

    Fylgiskjöl
  • Móahverfi - útboð lóða 2. áfangi

    Málsnúmer 2024070764

    Lagðir fram uppfærðir útboðsskilmálar fyrir lóðir í 2. áfanga Móahverfis. Um er að ræða skilmálar fyrir 20 einbýlishúsalóðir sem ekki fóru út í síðasta útboði. Hafa skilmálar verið uppfærðir til samræmis við breytingu á gjaldskrá gatnagerðar- og byggingarréttargjalda sem tók gildi 10. febrúar 2025.

    Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðir í 2. áfanga Móahverfis sem ekki hafa gengið út verði auglýstar að nýju til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála.

  • Rammahluti aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði - umsögn

    Málsnúmer 2024020342

    Svalbarðsstrandarhreppur og Eyjafjarðarsveit óska eftir umsögn um Rammahluta aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði.

    Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagsgögn en minnir þó á að allt skipulag þarf að vera í samræmi við ákvæði gildandi svæðisskipulags.

    Fylgiskjöl
  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2025

    Málsnúmer 2022010178

    Lögð fram til kynningar fundargerð 1009. fundar, dagsett 20. mars 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2025

    Málsnúmer 2022010178

    Lögð fram til kynningar fundargerð 1010. fundar, dagsett 27. mars 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2025

    Málsnúmer 2022010178

    Lögð fram til kynningar fundargerð 1011. fundar, dagsett 4. apríl 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.